Ferðamannastaðir

Margir skemmtilegir og ólíkir ferðamannastaðir eru á Austfjörðum. Á þessari síðu verður reynt að skrá niður vinsælustu ferðamannastaðina.

Hallormsstaðaskógur Kárahnjúkar Lagarfljót

Stórurð

 Ein af mestu náttúruperlum Austurlands.  Frá Vatnsskarði á leið til Borgarfjarðar eystri er gengið í Stórurð sem er ein hrikalegasta náttúrusmíð á Íslandi. Í Stórurð er einstök náttúra, sléttir grasbalar, hrikalegir grjótruðningar, steinblokkir, fagrar tjarnir og sérstakur gróður. Ganga í Stórurð er einstök upplifun og best er að hefja hana á Vatnsskarði og ganga inn eftir fjallaröðinni og til baka „neðri leiðina” út í Ósfjall (um 16 km). Einnig er hægt að fara áfram til Borgarfjarðar norðan eða sunnan Dyrfjalla. Í Stórurðargöngu þarf heilan dag til að njóta svæðisins. Gangan að Stórurð tekur 2.5 klst.

Eyjólfsstaðaskógur

 Skógurinn er skemmtilegur til gönguferða. Hann er að stórum hluta í eigu Skógræktarfélags Austurlands. Þar er að finna stikaðar gönguleiðir og fossa. Ef ekið er inn á Velli og inn að Einarsstöðum þá liggur leiðin í gegnum sumarhúsabyggðina. Þetta er skemmtileg afþreying fyrir fjölskylduna í hlýlegu og notalegu umhverfi.

Comments are closed.