Hallormsstaðaskógur

Hallormsstaðaskógur er stærsti skógur á Íslandi. Hann er austan við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði, um 25 km sunnan við Egilsstaði. Upp af skóginum er Hallormsstaðaháls sem skilur á milli Fljótsdals og Skriðdals.   Skógurinn er vinsælt útivistarsvæði í fjölbreyttu landslagi. Í skóginum eru um 40 km af gönguslóðum og mikið af merktum gönguleiðum. Trjásafn með yfir 70 trjátegundum er einnig að finna á Hallormsstað.

Þó að bærinn heiti Hallormsstaður er málvenja að nota „Hallormsstaða-“ (ekki „Hallormsstaðar-“) í samsettum orðum. Það helgast líklega af því að upphaflega hét bærinn Hallormsstaðir, en nafnið breyttist þegar hann varð „staður“ (staðamál), eins og flestir kirkjustaðir hér á landi. Upprunalega nafnmyndin lifir hins vegar enn í samsettu nöfnunum, samanber: Hallormsstaðaskógur.

Árið 1903 stofnaði Skógrækt ríkisins skógræktarstöð við Hallormsstað.

Atlavík er einn kunnasti staður í landi Hallormsstaðar og voru löngum haldnar þar útisamkomur. Þar eru vinsæl gistisvæði, bátaleiga og ferjan Lagarfljótsormurinn siglir á milli víkurinnar og Egilsstaða. Á Hallormsstað er aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi.

  Kort af skóginum má sækja hér.

Comments are closed.