Hengifoss

Hengifoss er 128 m hár og annar hæsti foss landsins. Vatnsmagn hans er hins vegar fremur lítið. Hengifossá á upptök sín í Hengifossárvatni uppi á Fljótsdalsheiði og fellur í innanvert Lagarfljót. Neðan við Hengifoss og skammt fyrir ofan bæinn Hjarðarból er annar foss í ánni sem heitir Litlanesfoss. Í fossbrúninni eru nokkur blágrýtislög en milli þeirra röndótt millilög, sum fagurrauð. Stuðlabergsmyndanir prýða umhverfi hans og gera hann að einum af fegurstu fossum landsins.

Comments are closed.