Kárahnjúkar

Kárahnjúkavirkjun er 690 megawatta vatnsaflsvirkjun sem oft er nefnd stærsta framkvæmd Íslandssögunnar. Bygging virkjunarinnar hófst árið 2002 og henni var lokið árið 2007, en ári fyrr var byrjað að safna vatni í Hálslón, uppistöðulón virkjunarinnar.
Miklar umræður urðu í þjóðfélaginu um gerð Kárahnjúkavirkjunnar og er framkvæmdin ein sú umdeildasta á Íslandi hin síðari ár. Hvort sem fólk er fylgjandi eða á móti virkjuninni er mannvirkið ótrúlegt að sjá og vel þess virði að heimsækja.

Comments are closed.