Haustroði á Seyðisfirði í október

Haustroði verður þann 7. október í ár á Seyðisfirði með tilheyrandi markaðsstemningu, uppákomum, sultukeppni og tilboðum.  Markaður verður í Herðubreið á þessu sinni og munu þær Sesselja og Celia sjá um að þar verði hin besta stemning. Til að svo verði er æskilegt að sem flestir bjóði varning eða kruðerí til sölu. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við þær stöllur info@herdubreidseydisfjordur.is eða á Dagný Erlu á netfangið dagny@sfk.is.

This entry was posted in Seyðisfjörður and tagged , , . Bookmark the permalink.

Comments are closed.