Egilsstaðaflugvöllur

Egilsstaðaflugvöllur er alþjóðaflugvöllur og er 23 metra yfir sjávarmáli. Lendingarbrautin 2.km. Byggingin stóð yfir frá 1987-1994. Frá Egilsstaðaflugvelli ganga rútur til Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur.

Á eftirtöldum stöðum eru flugvellir á austurlandi: Egilsstaðir, Hornafjörður, Norðfjörður, Vopnafjörður, Borgarfjörður Eystri, Breiðdalsvík, Djúpivogur og Fagurhólsmýri.

Nýbyggingin við flugstöðina er 420 m að flatarmáli, þar af eru um 80 fermetrar undir tollskoðunarrými. Farþegarými í heild í flugstöðinni eykst við nýbygginguna úr 800 fermetrum í 1200. Nú verður unnt að skilja komu- og og brottfararfarþega algjörlega að, sem er lykilatriði hvað flugverndarsjónarmið í millilandaflugi varðar.

 Þjónustunúmer er: 471-1557

Egilsstaðir – Reykjavík góð tenging.

 Flugfélag Íslands flýgur þrjár til sex ferðir á dag milli Reykjavíkur og Egilsstaða, flugtíminn er 1 klukkustund og flogið er með flugvélum af gerðinni Fokker 50, Fokkerinn hefur verið notaður í innanlandsflugi á Íslandi í fjölda ára.

Þjónusta

 Egilsstaðaflugvöllur þjónar svæðinu frá Bakkafirði til Djúpavogs, segja má að flugvöllurinn sé vel staðsettur því ekki er nema 30 til 90 mín. akstur milli þéttbýliskjarnanna og flugvallarins. Flugskilyrði á svæðinu eru mjög góð og einungis um 1% flugferða þarf að fella niður vegna veðurs.

Sagan

 Á árunum 1951 til 1954 var fyrsta flugbrautin gerð á Egilsstaðanesi, fyrir þann tíma var flugbátum lent á Lagarfljótinu og farþegar ferjaðir í land á báti. Þessi fyrsta flugbraut á Egilsstöðum var malarbraut, mannvirkið var notað fram til ársins 1993.

Ný flugbraut á Egilsstöðum.

 23. September 1993 var tekin í notkun ný burðarmikil og fullkomin flugbraut, malbikað yfirborð og fullkominn aðflugs og ljósa búnaður, nýja flugbrautin er lítið vestar á nesinu en sú gamla einnig var stefnu hennar breytt lítillega. Gamla brautin var endurunnin og í hana sáð grasfræi, umhverfi vallarins er því nú grasigróið og kjarri vaxið.

Comments are closed.