Hreindýraveiðar

Mörk og númer veiðisvæða á Austurlandi eru eftirfarandi eftir sveitarfélögum:

Svæði 1. Vopnafjarðarhreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Jökuldalur norðan Jökulsár á Brú og Jökulsárhlíð.

Svæði 2. Fljótsdalshreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Jökuldalur austan Jökulsár á Brú, Hróarstunga, Fell, Vellir vestan Grímsár og Skriðdalur vestan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju.

Svæði 3. Borgarfjarðarhreppur og hluti Fljótsdalshéraðs þ.e. Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá.

Svæði 4. Seyðisfjörður, Mjóifjörður og hluti Fljótsdalshéraðs þ.e. Vellir austan Grímsár.

Svæði 5. Fjarðabyggð, þ.e. Eskifjörður, Norðfjörður og Reyðarfjörður

Svæði 6. Breiðdalshreppur, sá hluti Fjarðabyggðar sem áður var Austurbyggð og hluti Fljótsdalshéraðs þ.e. Skriðdalur austan Grímsár, Geitdalsár, Hrútár og línu úr Hrútárpollum í Hornbrynju.

Svæði 7. Djúpavogshreppur, áður Beruneshreppur, Búlandshreppur og Geithellnahreppur.

Svæði 8. Hornafjörður, Lón og Nes – áður Bæjarhreppur og Nesjahreppur.

Svæði 9. Hornafjörður, Mýrar og Suðursveit – áður Mýrahreppur og Borgarhafnarhreppur

Texti og mynd frá Umhverfisstofnun.

Comments are closed.