Papeyjarferðir

Boðið er upp á daglegar ferðir frá Djúpavogi út í Papey með  Gísla í Papey á tímabilinu frá 1. júní – 31. ágúst. Farið er frá smábátahöfninni kl 13:00 og komið til baka kl 17:00. Siglt er fram með fuglabjörgunum út í Papey og fuglar og selir skoðaðir á skerjum þar í kring. Gönguferð er um eyjuna í fylgd leiðsögumanns og komið við í kirkjunni sem er minnsta og elsta timburkirkja á Íslandi. Einnig er boðið upp á morgun- og kvöldferðir eftir pöntunum ásamt siglingu um Berufjörð og sjóstangaveiði. Heimilt er að tjalda í Papey milli ferða.

Sími: 478-8838, 866-1353, 854-4438 (ferja)
Fax: 478-8183 fax
papey@djupivogur.is

Comments are closed.