Töluverðar skemmdir á vegum á Austurlandi

Íslensk náttúra og íslenskt vetrarveður lætur ekki að sér hæða. Skemmdir urðu víða á vegum á Austurlandi í vatnsveðrinu sem þar gekk yfir um nýliðna helgi sem sjá má á yfirlitinu. Unnið er að viðgerðum svo sem kostur er.  Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Á Seyðisfjarðarvegi varð úrrennsli úr vegköntum á nokkrum stöðum í Lönguhlið og Neðri Staf.

Í Fljótsdal og Fljótsdalshéraði urðu minniháttar skemmdir á nokkrum heimreiðum. Á Múlavegi í Skriðdal grófst vegur sundur utan við Borg.

Varnargarðar skemmdust við Jóku í Skriðdal. Á Skiðdals- og Breiðdalsvegi grófst vegur í sundur innan við Skriðuvatn og á Breiðdalsheiði rann yfir veg þannig að slitlag skolaðist úr vegi á kafla.

Í Breiðdal og Norðurdalur urðu smá skemmdir í vegköntum á þó nokkrum stöðum.

Norðfjarðarvegur í Norðfjarðarsveit: Ræsi fylltust og rann á nokkrum stöðum yfir veg þannig að smá skemmdir urðu á vegi og ræsaendum. Grænanesvegur í Norðfirði fór í sundur á 2 stöðum.

Hringvegur í Fáskrúðsfirði: Dalsá braut úr vegfyllingum með vegi á stuttum kafla. Rann yfir veg sunnan fjarðar á 10 stöðum þannig að úrrennsli varð úr vegfyllingum og vegköntum ásamt minni háttar skemmdum slitlagi auk skemmda á ræsaendum.

Vegur að Hafranes í Reyðarfirði grófst í sundur. Helgustaðarvegur, úrennsli á nokkrum stöðum.

Hringvegur í Berufjarðarbotni: Úrrennsli úr vegkönum og við ræsi á tveimur stöðum og lækir fóru upp úr farvegum á nokkrum stöðum með tilheyrandi skemmdum.

Vegur að Hofi í Álftarfirði grófst sundur ásamt vegi að Hamarseli í Hamarsfirði á tveimur stöðum.

Mynd: Vegagerðin.

This entry was posted in Austurland and tagged , . Bookmark the permalink.

Comments are closed.